86% foreldra í Salaskóla eru ánægð með skólann skv. foreldrakönnuninni sem lögð var fyrir í apríl. Rúmlega 8% hafa ekki skoðun og tæp 6% eru óánægð. Sambærilegri spurningu svöruðu foreldrar í grunnskólum Reykjavíkur árið 2006 og þá voru 80% foreldra ánægð með skólann sem barnið þeirra var í, rúmlega 12% höfðu ekki skoðun og tæp 8% lýstu óánægju.
387 foreldrar svöruðu spurningunni í könnuninni hjá okkur. Við erum vissulega ánægð með niðurstöðuna, en vildum gjarnan hafa enn fleiri foreldra ánægða. Það eru 22 foreldrar sem lýsa óánægju og þann hóp viljum við gjarnan minnka.
Þessi könnun er mikilvægur þáttur í að bæta skólastarfið. Við erum að vinna úr henni og væntum þess að geta kynnt niðurstöður þegar líður á mánuðinn.