Föstudaginn 7. október verður skipulagsdagur í Salaskóla og öðrum grunnskólum í Kópavogi. Sama á einnig við um leikskólana hér í hverfinu. Þennan dag er dægradvölin einnig lokuð en á skólaárinu eru tveir skipulagsdagar í dægradvölinni. Sameiginleg fræðsludagskrá er fyrir alla grunnskólana á vegum menntasviðs Kópavogsbæjar og er áherslan þar á lestur og mál. Starfsfólk dægradvalar Salaskóla fer á námskeið í skyndihjálp en það er auðvitað bráðnauðsynlegt fyrir starfsfólk þess að kunna að bregðast við ef eitthvað kemur fyrir.