Nú er lokið fyrsta riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013. Föstudaginn 29.11.2013 kepptu 24 lið frá yngsta stigi sem eru krakkar úr 1. – 4. bekk.
Heildarúrslit urðu þessi:
Röð Heiti liðs vinningar
1 4b Tjaldar A 11,5
2 4b Tildrur A 10,5
3..4 4b Vepjur B 9,5
3..4 2b Músarindlar A 9,5
5 4b Vepjur A 8
6..9 4b Tjaldar C 7
6..9 4b Tildrur C 7
6..9 3b Lóur A 7
6..9 3b Lóur B 7
10..12 4b Tildrur B 6,5
10..12 3b Hrossagaukar A 6,5
10..12 2b Sólskríkjur A 6,5
13..16 4b Tjaldar B 5,5
13..16 3b Hrossagaukar C 5,5
13..16 3b Hrossagaukar B 5,5
13..16 1b Steindeplar A 5,5
17..18 4b Tildrur D 5
17..18 3b Þrestir B 5
19..20 1b Sandlóur A 4,5
19..20 1b Maríuerlur A 4,5
21..23 2b Sólskríkjur B 3
21..23 2b Músarindlar B 3
21..23 2b Glókollar A 3
24 3b Þrestir A 2
Sigurliðið Tjaldar A vann allar sínar viðureignir nema eina en það var jafntefli.
Í liði Tjalda A voru þessir kappar:
Gísli Gott, Anton Fannar, Pétur og Fannar.
Bestu árangri pr. árgang náðu þessir:
1. bekkur: Steindeplar A
2. bekkur: Músarindlar A
3. bekkur: Lóur A og Lóur B
4. bekkur: Tjaldar A
Næst komandi föstudag keppa miðstigsbekkirnir eða 6.12.2013. Síðan koma unglingarnir þann 13.12.2013 og úrslita keppnin verður háð eftir hádegi 13.12.2013, en þá keppa 4 efstu liðin úr hverjum riðli. Þá mæta Tjaldar A , Tildrur A, Vepjur B og Músarindlar A ásamt toppunum úr hinum riðlunum. Þessi keppni hefur verið haldin árlega í Salaskóla í 10 ár og aldrei hafa jafn margir krakkar keppt. Um 80 börn voru mætt til leiks í morgun og er það alger metþátttaka.
Móttstjóri var Tómas Rasmus honum til aðstoðar Bára Dröfn Árnadóttir.