IMG_0081

Verðlaunahátíð Fjölgreindaleikanna

IMG_0081
Í dag voru allir nemendur skólans kallaðir á sal, Klettagjána,  en þar fór fram verðlaunahátíð að loknum fjölgreindaleikum 2013. Liðin fengu mismunandi mörg stig á þeim fjölmörgu stöðvum sem voru í gangi á fjölgreindaleikum en þau eru gefin fyrir frammistöðu liðsins, en einnig voru gefin stig fyrir jákvæðni og prúðmennsku. Það gat líka skipt miklu máli hvernig fyrirliðar héldu á málunum í sínu liði. Vel skipulagðir fyrirliðar með góðan aga gátu unnið aukastig fyrir liðið stig.

Þau þrjú lið sem voru efst að stigum hlutu verðlaunapeninga en efsta liðið tók einnig við skildi merktum Fjölgreindaleikunum. Í fyrsta sæti voru Sykurpúðaherinn (sjá mynd), í öðru sæti Hamborgararnir og loks voru Meistararnir í því þriðja. Fyrirliðar Sykurpúðanna voru Katrín í Krummum, Hildur í Kjóum og Þorkell í Smyrlum. Hamingjuóskir til þessara hæfileikaríku liða. Myndir frá verðlaunahátíðinni. Hér er nánar um sigurliðin.

  

Birt í flokknum Fréttir og merkt .