Meistaramót Salaskóla fór fram föstudaginn 1. mars og þangað mættu skáksnillingar á öllum aldri til þess að tefla. Skemmst er frá því að segja að meistari meistaranna í SALASKÓLA 2012- 2013 er Eyþór Trausti Jóhannsson í himbrimum sem var hæstur að stigum með 8 stig eftir allar sínar viðureignir. Ef horft er á aldsursstigin urðu úrslit eftirfarandi:
1. – 4. bekkur – yngsta stig
1. Axel Óli Sigurjónsson 4. b. spóum (6 v.)
2. Egill Úlfarsson 4. b. jaðrökunum (6 v.)
3. Daníel Snær Eyþórsson 4. b. spóum (6 v.)
5. – 7. bekkur – miðstig
1. Jón Otti Sigurjónsson 7. b. teistum (7,5 v.)
2. Jason Andri Gíslason 6. b. kríum (7,5 v.)
3. Aron Ingi Woodward 6. b. kríum (7 v.)
8. – 10. bekkur – unglingastig
1. Eyþór Trausti Jóhannsson 10. b. himbrimum (8 v.)
2. Baldur Búi Heimisson 10. b. himbrimum (7,5 v.)
3. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 8. b. kjóum (7 v.)