Upplýsingar frá lögreglunni til foreldra barna í grunnskólum Kópavogs

Skólanum hefur borist bréf frá lögreglunni. Við hvetjum alla foreldra til að lesa bréfið með því smella á LESA MEIRA.

 

Kæru foreldrar/forráðamenn grunnskólanemenda í Kópavogi. 

Með þessu bréfi lögreglumanna á svæðisstöðinni í Kópavogi viljum við koma fréttum og ábendingum til ykkar.   Að okkar mati hefur gengið vel í málefnum barna og ungmenna í bænum, engar sérstakar uppákomur hafa verið s.l. mánuði.   Sama er að segja um áramótin, gengu þau að öllu leyti vel.   

Áfengissala til ungmenna – Í vetur hefur borið meira en áður á því að lögreglunni hafi verið tilkynnt um sölu á áfengi til ungmenna úr svokölluðum "bjórbílum" sem eru á ferðinni og selja áfengi þeim sem hafa pantað hann.  Afhendingarstaðurinn er ákveðin hverju sinni. Lögreglan hefur haft afskipti af nokkrum slíkum bifreiðum í vetur í Kópavogi.   Vinsælir afhendingarstaðir virðast vera bifreiðastæði og þá sérstaklega yfirbyggðar bílageymslur t.d. Hamraborgin og Smáratorg.  Gott væri að foreldrar sem eru á ferðinni á kvöldin og/eða í foreldrarölti hafi vakandi auga  fyrir þeim bifreiðum sem hugsanlega gætu verið að selja áfengi til ungmenna og láti þá vita til lögreglu í 112.

Útivist – Nú hefur birt svo um munar þar sem komin er marsmánuður og er það jákvætt í hugum flestra.   Um leið og birtir fylgir því gjarnan að börnin sækjast eftir að fá að vera lengur úti á kvöldin.  Viljum við minna foreldra/forráðamenn á útivistarreglurnar en fram til 1. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera lengur en til kl. 20 og þau sem eru 13 ára mega vera til kl. 22. Í lögunum er miðað við aldursárið.   Þessar tímasetningar eru sjálfsögðu háðar ykkar leyfi, þ.e.a.s. að þið geti stytt tímann enn frekar en ekki lengt hann.   Vinnulag lögreglu er að ef börn verða uppvís af broti á útivistartíma eru þau keyrð heim til sín af lögreglu eða á næstu lögreglustöð þar sem foreldrum er gert að sækja þau.  Öll brot á útivistarreglum eru tilkynnt barnavernd þar sem um brot á barnverndarlögum er um að ræða. Hvetjum við foreldra til að virða útivistartíma barna sinna.

Lögreglumenn í Kópavogi eru mjög ánægðir með það samstarf hefur verið við íbúa Kópavogs og samstarfsmenn hjá Kópavogsbæ.   Ef þið hafið einhverjar ábendingar um eitthvað sem má betur fara eða við getum liðsinnt ykkur hafið þá samband.  Allar upplýsingar um svæðisstöðina er að finna á heimsíðu lögreglunnar, http://www.lrh.is/., bæði , netföng og símar. 

Með kæri kveðju um von um áframhaldandi gott samstarf.

Anna Elísabet Ólafsdóttir, svæðislögreglumaður
Gylfi Sigurðsson, svæðisstjóri.

 

Birt í flokknum Fréttir.