forsida

Upp er runninn öskudagur …

forsida

forsida3
Í skólann í dag eru mættar alls kyns furðulegar verur eins og Svarrhöfði sjóari, Mindkcraftkallar, beinagrindur, Tómas ofurlæknir, Ninja, lítil börn með snuddur og margir fleiri. Einnig brá fyrir gangandi Nýmjólkurfernu áðan og með henni í ferð var bleikur pakki með slaufu. Allt þetta furðulega lið ætlar að stunda nám í Salaskóla í dag. En hversu mikið er lært fer litlum sögum af enda verkefnin meira til skemmtunar og um að gera að allir hafi gaman að. Eldri nemendur sjá m.a. um andlitsmálningu fyrir þá  yngri og diskótek í salnum. Um hádegið er svo pizzaveisla áður en krakkarnir fara heim úr skólanum. Sjá myndir hér.

Fleiri myndir frá öskudegi í Salaskóla.

Birt í flokknum Fréttir.