Nemendur í öðrum bekk buðu foreldrum sínum að koma í skólann í morgun til að sjá afrakstur vinnu undanfarinna vikna. Þau hafa verið að æfa upplestur og framsögn og fóru með kvæðið Saga af Suðurnesjum eftir Jóhannes úr Kötlum í sal skólans – en kvæðið þuldu þau upp reiprennandi hvert í kapp við annað. Á eftir var foreldrum boðið að koma á svæði fyrir framan kennslustofur nemenda þar sem búið var að stilla upp ýmsu sem tengdist þemanum Land og þjóð sem hefur verið í gangi í nokkurn tíma. Þar var fjallað um allt sem þjóðlegt er svo sem þjóðbúninginn, fánann og skjaldarmerkið, í máli sem myndum. Í tilefni dagsins höfðu umsjónarkennararnir þeirra klætt sig upp í þjóðbúning og einnig mátti sjá nokkra prúðbúna nemendur í sama stíl en allir nemendurnir klæddust lopapeysum í dag að góðum og þjóðlegum sið. Myndir.
