ema

Þemavika í Salaskóla

ema
Í þessari viku er þemaverkefni í gangi í skólanum sem hefur yfirskriftina HAFIÐ. Nemendum er skipt í hópa þvert á bekki og taka fyrir fjölmörg viðfangsefni er tengjast hafinu. Sumir eru að fjalla um hafsbotninn meðan aðrir einbeita sér að yfirborði sjávar og fjörunni.

Bátar, skipsströnd og vitar fá að sjálfsögðu sína umfjöllun svo ekki sé minnst á allar lífverurnar sem lifa í sjónum. Í morgun fóru allir hópar vel af stað og mikið vannst á stuttum tíma. Skrautlegar marglyttur litu dagsins ljós, verið var að mála fjársjóðakistur, búa til vita og teikna skrautlega fiska svo eitthvað sé nefnt. Þemavinnan stendur fram á föstudag en þá verður hægt að koma í skólann og sjá afraksturinn kl. 12.  

Birt í flokknum Fréttir.