prjnar.jpg

Textílmenntin leitar eftir prjónum

prjnar.jpgSíðustu misseri hafa nemendur fengið prjóna í skólanum til að vinna með heima og mikið af þeim hefur ekki skilað sér til baka. Nú er svo komið að engir prjónar eru til í ákveðnum númerum og viljum við því biðja alla sem hafa fengið prjóna að láni heim, að skila þeim strax.  Við erum stopp í verkefnum  í nokkrum árgöngum vegna prjónaskorts og eins og er eru prjónar illfáanlegir í bænum.  

Einnig ef eitthvað garn er afgangs frá þessum verkefnum, þá biðjum við ykkur vinsamlega að senda það líka til baka.  Sé þessum verkefnum ekki lokið, má alltaf fá prjóna lánaða hjá mömmu eða ömmu og skipta svo hægt sé að skila skólaprjónunum.   

Við þökkum fyrir góð viðbrögð við kertastubbasöfnuninni, og þiggjum endalaust meira af stubbum.   

Kveðja Steinunn textílkennari.

Birt í flokknum Fréttir.