small002.jpg

Textíll til góðs

small002.jpgÍ dag kom fulltrúi Rauða krossins í skólann og sótti heim nokkra nemendur, allt stúlkur, sem höfðu valið valgreinina"Textíll til góðs" hluta vetrar. Tilgangur valgreinarinnar var að framleiða barnaföt sem yrðu gefin til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í útlöndum. Þess má geta að leitað var til fyrirtækisins Föndru um styrk sem gaf allt það efni sem saumað var úr.  

small_004.jpgAfrakstur þessarar fábæru valgreinar, s.s. húfur, buxur, treyjur og barnateppi, var afhentur Rauða krossinum í dag í textílstofu skólans. Nemendur og kennarar fengu mikið lof fyrir flotta vinnu og góðan hug og fræddust um hvernig slíkar gjafir nýtast.   

Birt í flokknum Fréttir.