sumarlestur.jpg

Sumarlestur fyrir krakka í Salaskóla

sumarlestur.jpgBorist hefur bréf frá Bókasafni Kópavogs þar sem sagt er frá að safnið efni til sumarlesturs fyrir 6-12 ára börn í Kópavogi. Það er tímabilið frá júní til ágúst – eða á sama tíma og nemendur eru í sumarleyfi frá skólanum.

Tilgangur  námskeiðsins sumarlestur er að nemendur geti haldið áfram að þjálfa lesttrarfærni sína í sumar.  Öll börn geta fengið lánþegakort sem eru þeim að kostnaðarlausu. Aðeins þarf samþykki foreldris eða forráðamanns. Bæði Lindasafnið og Aðalsafnið bjóða upp á sumarlestur.

 

Nemendur skrá sig í sumarlesturinn á bókasafninu og um leið fá þeir tvíblöðung þar sem skráðar eru þær bækur sem þeir lesa. Þegar bókum er skilað í safnið aftur fá þeir stimpil við hvern titil og jafnframt er nafnið þeirra sett í pott. Á lokaháhátíð sem verður haldin í byrjun september verður dregið úr pottinum og nokkrir heppnir hljóta vinning. Allir eiga möguleika á vinningi, ekki bara þeir sem lesa mest. Krakkar, nú er bara að drífa sig á bókasafn og næla sér í bækur til að lesa.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .