reykir3

Stuðkveðjur frá Reykjum

reykir3
Dagurinn í dag er búinn að vera hreint frábær. Veðrið er gott, logn og 2-3 stiga frost. Krakkarnir una sér við leik og störf og hér er bros á hverju andliti. Kennararnir eru ótrúlega ánægðir með gemlingana sína, kvöldið gekk vel og voru krakkarnir endurnærðir í morgun og tóku vel til matar síns. Í dag er m.a. búið að skoða byggðasafnið, fara í íþróttir og sund og fræðast um undraheim auranna. Ekki er svo allt búið enn, allur eftirmiðdagurinn eftir… og auðvitað kvöldvakan!

Birt í flokknum Fréttir.