Samrómur – Salaskóli í öðru sæti

Salaskóli var í öðru sæti í Lestrarkeppni grunnskólanna á síðunni samromur.is á meðal grunnskóla með fleiri en 450 nemendur. Í heildina lásu nemendur, kennarar og foreldrar 4 þúsund setningar.

Keppnin var haldin til þess að safna upptökum af lestri barna og unglinga sem verða notaðar til þess að kenna tölvum og tækjum íslenska tungu. Nemendur í Salaskóla hafa því lagt mikilvægt lóð á vogarskálarnar til að styrkja stöðu íslensku í stafrænum heimi.

Til hamingju nemendur, kennarar og foreldrar barna í Salaskóla með árangurinn.

Hér koma myndir frá því þegar nemendur og höfundar Samróms komu við í Salaskóla og afhentu fyrir hönd Salaskóla, Ásu, Hafsteini og nemendum í 4.bekk viðurkenningaskjal og fimm Sphero bolt vélmenni.

Birt í flokknum Fréttir.