harpa

Salaskóli í Hörpunni

harpaFöstudaginn 28.10. fór glæsilegur hópur héðan úr Salaskóla, 6. bekkur Teistur, og spilaði lokaatriðið á hátíðardagskrá í Norðurljósasal Hörpunnar. Tilefnið var 60 ára afmælishátíð Tónmenntakennarafélags Íslands og þar spilaði okkar fólk tónverk sem þau höfðu nýlega samið og flutt fyrir foreldra sína og nemendur í Salaskóla. Verkefninu var stýrt af þeim Þórdísi Heiðu sem er okkur kunnug hér í Salaskóla og samstarfskonu hennar Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur. Teisturnar spiluðu á margvísleg hljóðfæri og stóðu sig með mikilli prýði þar sem þau spiluðu af innlifun fyrir troðfullan sal, yfir 500 manns voru að hlusta. Fleiri myndir.

Birt í flokknum Fréttir.