Árshátíð Fönixar og Salaskóla var haldin í gærkvöldi fyrir unglingadeild og tókst sérlega vel. Krakkarnir komu í sínu fínasta pússi, borðuðu góðan mat saman sem Erik, kokkur skólans, eldaði af miklu listfengi. Hann var síðan borinn var fram af kennurum sem þóttu standa sig nokkuð vel í þjónshlutverkinu. Sýndar voru stuttmyndir sem krakkarnir höfðu tekið sjálf og boðið upp á frábær tónlistaratriði. Árshátíðinni lauk svo með diskóteki. Krakkarnir báru af sér góðan þokka og voru til mikillar fyrirmyndar.

Árshátíð 2010
Birt í flokknum Fréttir.