Ólympíuhlaup ÍSÍ 2020

Föstudaginn 11.september er Ólympíuhlaup ÍSÍ frá kl. 11:00 -13:00 hér í Salaskóla.
Hlaupið hefst stundvíslega klukkan 11:00 og lýkur klukkan 13:00.Ræst verður í hollum klukkan 11:00. Nemendur á unglingastigi leggja fyrst af stað, næst fer miðstig og síðast yngsta stig.
Hringurinn sem nemendur fara í Ólympíuhlaup ÍSÍ er 2.5 km. Þess má geta að nemendur hlaupa eða ganga sama hring og í fyrra. Vert er að nefna að nemendur geta valið hversu marga hringi þeir hlaupa.

Eftirfarandi reglur eru til viðmiðunar fyrir hvern árgang:

Nemendur í 8. – 10. bekk hlaupa 2-4. hringi (5 – 10 km).

Nemendur í 4. – 7. bekk hlaupa 1-4. Hringi (2.5 – 10 km).

Nemendur í 2. – 3. bekk hlaupa 1-2 hringi (2.5 – 5 km).

Nemendur í 1. bekk hlaupa 1 hring með umsjónakennara. (2.5 km).

Við viljum brýna fyrir foreldrum að nemendur séu klæddir eftir veðri, í góðum skóm og fatnaði til hreyfingar. Við hvetjum alla nemendur til að koma með merktan vatnsbrúsa.

Að loknu hlaupi eða frá kl 12:00 ætlar skólinn að bjóða upp á grillaðar pylsur fyrir alla.

Birt í flokknum Fréttir.