9._bekkur_laugar_003.jpg

Níundubekkingar dvöldu á Laugum

Tengill í myndir. 
Níundubekkingar dvöldu á Laugum alla síðastliðna viku ásamt nemendum úr Ingunnarskóla í Grafarholti. Viðfangsefni voru af margvíslegum toga s.s. hópefli, útivist og sirkuskúnstir sem margir náðu gríðarlega góðri færni í. Nemendum var skipt upp í þrjú lið sem söfnuðu stigum allan tímann meðan á dvölinni stóð. Það lið sem náði flestum heildarstigum í lokin vann hina svokölluðu Laugaleika.

9._bekkur_laugar_003.jpg

Dvölin endaði á miklu sundlaugarpartýi. Níundubekkingarnir okkar voru sjálfum sér og öðrum til sóma og voru almennt mjög ánægðir með ferðina. 

Birt í flokknum Fréttir.