boltaleikur3

Krakkarnir í 9. bekk á Laugum

boltaleikur3
Í þessari viku, 11. – 15. febrúar, eru nemendur 9. bekkjar Salaskóla í skólabúðum að Laugum í Sælingsdal. Undanfarin ár hafa níundubekkingarnir okkar átt þess kost að dvelja í skólabúðunum við leik og störf eina viku í senn.  Þær góðu fréttir bárust  í dag frá Laugum að allir skemmtu sér hið besta enda margt og mikið sem krakkarnir hafi fyrir stafni. Sirkúskúnstirnar eru alltaf vinsælar sem og sveitaferðin auk allra námskeiðanna sem í boði eru. Heimferð er á morgun, föstudag.


Birt í flokknum Fréttir.