Krakkarnir í 9 og 10 bekk hönnuðu þurrísrakettur í eðlisfræðitíma hjá Tómasi í dag og skutu þeim upp í himininn. Hæstu geimskotin náðu um 10 metrum upp frá jörðinni og tókst því að yfirvinna þyngdarafl jarðar í smá stund. Eldsneytið á flaugarnar var venjulegt kranavatn og þurrís. Myndir frá þessum atburði er að finna í myndasafni skólans.

Hviss og búmmm….
Birt í flokknum Fréttir.