Já, hvernig verða ljóð til? Hvar liggja landamæri ljóðsins? Liggja þau einhvers staðar? Þessar spurningar komu upp í kollinn á okkur, nemendum í 8.-10. bekk og kennurum, við að hlusta á skáldin Anton Helga Jónsson og Kristínu Svövu Tómasdóttur flytja ljóðin sín. En þau gerðu sér ferð í Salaskóla í morgun til þess að kynna okkur fyrir ljóðlistinni. Krakkarnir tóku sannarlega vel á móti þeim, hlustuðu af athygli og sumir voru forviða yfir hversu skemmtileg ljóð gætu verið. Skáldunum er þakkað þetta skemmtilega innlit til okkar hér í Salaskóla. Nemendum verður vafalítið heimsóknin minnisstæð á væntanlegum móðurmálsdögum sem eru að ganga í garð.

Hvernig verða ljóð til?
Birt í flokknum Fréttir.