IMG 0207

Góðir gestir í heimsókn

IMG 0207
Við höfum fengið góða gesti til okkar í nóvember. Rithöfundurinn Gunnar Helgason kom til okkar og las upp  úr nýju bókinni sinni „Gula spjaldið í Gautaborg“. Krakkarnir tóku honum vel og margir gáfu sig á tal við hann eftir upplesturinn. Töframaðurinn Einar og aðstoðarkona hans kíktu á krakkana í 1. – 4. bekk og sýndu töfrabrögð upp úr nýrri bók sem er að koma út. Það er mikil tilbreyting að fá góða gesti í heimsókn og von er á fleirum síðar í þessum mánuði.
Myndir frá heimsóknunum.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .