Öskudagsskemmtun í Salaskóla

Á öskudag verður skemmtun í Salaskóla fyrir alla krakka í 1. – 7. bekk. Hún hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 14:30. Allir eiga að mæta í grímubúningi eða öðruvísi en venjulega. Stiginn verður dans, farið í leiki, valinn frumlegasti búningurinn og svo er hægt að fá andlitsmálun fyrir þá sem vilja. Að þessari […]

Lesa meira

Vinavika í Salaskóla

Þessa vikuna er svokölluð vinavika í Salaskóla. Þá þurfa allir að finna sér vinabekk, 2 – 3 bekkir saman, gjarnan á ólíkum aldri og vinna saman að skemmtilegum verkefnum. Dæmi eru um sameiginleg listaverk og gerð vinabanda. Einnig er vinþema gjarnan fléttað inn í kennsluna þannig að hver og einn nemandi geri einstaklingsverkefni sem tengist […]

Lesa meira

Vetrarleyfi og skipulagsdagur

Vetrarleyfi í skólum Kópavogs er mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. febrúar. Þá er skólinn lokaður. Miðvikudaginn 25. febrúar er skipulagsdagur í Salaskóla og þá eiga nemendur frí, en dægradvölin er opin. Þess má geta að þennan dag verður öskudagsskemmtun í skólanum. Nánar auglýst síðar.

Lesa meira

Vinnusamir nemendur í 1. bekk

lestin.jpg

Föstudaginn 6. febrúar voru 1. bekkingar búnir að vera 100 daga í skólanum. Þá var haldin hátíð og unnið með töluna 100 á mismunandi hátt. Kórónur útbúnar með 100 á, talið 10 sinnum upp í tíu með mismunandi góðgæti og fleira. Í myndasafni eru myndir frá hundraðdagahátíðinni.

Lesa meira

Skólahreysti: Vorum hæst í undankeppninni

kadlar197.jpgAnnar riðill í undankeppni Skólahreystis fór fram í gær. Skólar frá Kópavogi, Mosfellsbæ,Garðabæ, Álftanesi og Kjalarnesi kepptu innbyrðis í Smáranum. Skemmst er frá því að segja að Salaskóli varð efstur í riðlinum og heldur því áfram keppni. Stórglæsilegur árangur hjá keppnisliði okkar. 

 

Lesa meira

Stelpurnar Íslandsmeistarar í skák

skak09.jpgÞrjú stúlknalið fóru á Íslandsmeistarmót í skák núna um helgina. Mótið var haldið hér í Salaskóla. Úrslit urðu á þann veg að Salaskóli vann í flokki A liða, B liða og C liða. Öll liðin okkar voru efst að stigum sem er frábær árangur hjá stelpunum. Í einstaklingskeppni varð Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, nemandi í 10. bekk, Íslandsmeistari stúlkna í eldri flokki (fæddar 1993-95) sem er stórglæsileg frammistaða. Hægt er að lesa nánar um úrslitin á skak.is 

Lesa meira

Myndir frá textílmennt

Inn á myndasíðu skólans er kominn linkur sem sýnir sýnishorn af verkum nemenda í textílmennt. Það er þess virði að kíkja og skoða sig um.  

Lesa meira

Lokað vegna jarðarfarar

Vegna jarðarfarar Óttars Bjarkan Bjarnasonar húsvarðar verður Salaskóli lokaður frá kl. 13:30 föstudaginn 6. febrúar. Vekjum sérstaka athygli á því að dægradvölin er lokuð. Þeir nemendur í 9. og 10. bekk sem eru í vali í MK fara þangað.

Lesa meira

Mikilvægur kynningarfundur fyrir foreldra í 2. bekk

Í dag, miðvikudaginn, 28. janúar, frá kl. 17:30-18:20 er mikilvægur kynningarfundur fyrir foreldra í 2. bekk. Þar verður sagt frá nemendum í 2. bekk sem eru allir á einhverfurófinu.  Við ætlum að kynna hvað einhverfurófið er og hvernig þessir ákveðnu nemendur taka þátt í skólastarfinu með okkur. Foreldrar nemendanna munu kynna þá. Einnig verða […]

Lesa meira

Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 10. bekk

Prófgreinar og prófdagar í 10. bekk grunnskóla vorið 2009 verða sem hér segir: Íslenska fimmtudagur 7. maí kl. 9.00-12.00 Enska föstudagur 8. maí kl. 9.00-12.00 Stærðfræði mánudagur 11. maí kl. 9.00-12.00

Lesa meira

Foreldraviðtöl föstudaginn 23. janúar

Næstkomandi föstudag, 23. janúar, boða kennarar nemendur sína og foreldra þeirra í viðtöl. Þar er lagt mat á námið og vöngum velt um vorönnina. Kennarar hafa sent foreldrum boð og tímasetningar viðtala liggja fyrir. Kennsla fellur niður þennan dag.

Lesa meira

Reykjaferð 7. bekkinga

580-reykjaskoli.jpgNemendur í 7. bekk, ernir og fálkar, lögðu af stað í ferð í gærmorgun og var áfangastaðurinn Reykir í Hrútafirði. Þar munu nemendur dveljast í eina viku í skólabúðum við nám og leik ásamt nemendum úr öðrum skólum. 

Lesa meira