Fjölgreindaleikar í Salaskóla

Dagana 6. og 7. nóvember fóru Fjölgreindaleikar Salaskóla fram og var mikið líf og fjör í skólanum þessa daga. Enn og aftur sannast það hvað þessir leikar eru skemmtilegir og gefandi og á svona dögum sjáum við nemendur okkar blómstra á svo fjölbreyttan hátt. Nemendur vinna verkefni í aldursblönduðum hópum, vinna sameiginlega að þrautalausnum og leysa viðfangsefni sem reyna á mismunandi hæfni og færni. Á hverri stöð voru starfsfólks skólans í gervi alls kyns furðuvera og fólks sem vissulega jók við skemmtanagildið þessa daga.

Eldri nemendur leiða þá yngri áfram, taka ábyrgð í hópastarfi og leggja sig fram um að vera góðar fyrirmyndir. Nemendur mynda ný vinatengsl og kynnast nýjum hliðum á félögum sínum. Hér gildir svo sannarlega vinátta- virðing og samstarf sem eru jú einkunnarorðin okkar í Salaskóla. 

Birt í flokknum Fréttir.