Þemadagar voru í skólanum þessa vikuna sem senn er á enda, 20.-24. apríl. Þemu eru þess eðlis að reynt er að brjóta upp hefðbundna kennslu og leitast við að nálgast viðgangsefnin á annan hátt. Þemadagarnir hjá yngri nemendum fóru að miklu leyti fram utandyra s.s. með mælingum, útileikjum og náttúruskoðun. En þau eldri voru í óhefbundnum verkefnum svo sem bakstri, leiklist, hlutverkaleikjum og ýmsum verkefnum er tengdist fyrirtækjarekstri. Eitt af verkefnum þemadaga var að tína rusl og fegra í kringum skólann okkar. Allir stóðu sig með mikilli prýði í sínum verkefnum.

Þemadagar
Birt í flokknum Fréttir.