Stafræn skóladagatöl

Stafræn útgáfa skóladagatala fyrir alla leik- og grunnskóla og frístundastarf í Kópavogi er nú aðgengileg og geta foreldrar, forsjáraðilar og starfsfólk sótt dagatölin með einföldum hætti og þannig fengið yfirlit yfir helstu viðburði skólaársins, starfsdaga og leyfi.

Markmiðið er að styrkja upplýsingaflæði milli skóla og heimila og draga úr óvissu foreldra og forsjáraðila um skipulag skólaársins og auðvelda yfirsýn. Þá eru dagatölin liður í stefnu bæjarins um að efla stafræna þjónustu og bæta upplýsingagjöf.

Markmið að bæta yfirsýn yfir skólaárið

Kópavogsbær hefur tekið skref í átt að nútímavæðingu með útgáfu stafrænna skóladagatala fyrir alla leik- og grunnskóla bæjarins og frístundastarf. Markmiðið er að gera líf foreldra, forsjáraðila og starfsfólks einfaldara með því að bjóða upp á aðgengilega yfirsýn yfir helstu viðburði skólaársins. Þetta er liður í stefnu bæjarins um að efla stafræna þjónustu og bæta upplýsingagjöf til samfélagsins. Skóladagatölin voru gerð aðgengileg í aðdraganda jóla 2025, svo foreldrar og starfsfólk gætu undirbúið sig fyrir vorönn 2026.

Hægt er að setja stafrænu dagatölin beint inn í önnur dagatalaforrit. Foreldrar og forráðamenn geta nú sótt stafrænar útgáfur dagatalanna og sett þær beint inn í sín eigin dagatalaforrit, hvort sem það eru Google Calendar, Outlook eða önnur kerfi sem styðja ICS-skráargerð. Með því að gerast áskrifendur fá notendur sjálfkrafa upplýsingar um skipulagsdaga, frídaga, skólaslit og aðra mikilvæga viðburði. Þetta dregur úr óvissu og styrkir upplýsingaflæði milli skóla og heimila.

Leiðbeiningar um notkun dagatalanna eru skýrar og aðgengilegar, þannig að allir ættu að geta nýtt sér lausnina án fyrirhafnar.

Lausnin var sett í loftið rétt fyrir jól 2025 og hafa viðbrögð verið afar jákvæð, enda stuðlar þessi nýjung að betra skipulagi og aukinni yfirsýn. Næstu skref felast í áframhaldandi þróun, viðhaldi og reglulegu endurmati í samstarfi við skóla og notendur.

Þjónusta verði skilvirkari og betri

Stafræn útgáfa skóladagatala er hluti af umbótum hjá Kópavogsbæ sem hafa það að markmiði að gera þjónustu bæjarins skilvirkari og betri. Verkefnasaga skóladagatalanna er aðgengileg á vef bæjarins.

https://www.kopavogur.is/is/ibuar/skoladagatol

Jólakveðjur

Jólastemningin hefur verið ríkjandi í Salaskóla síðustu daga ✨

Unglingastigið hélt glæsilegt piparkökuþema, þar sem nemendur byggðu einstaklega flott piparkökuhús – bæði þekkt hús og skapandi útfærslur sem sýna mikla hugmyndaflug og samvinnu.

Auk þess höfum við notið jólaballs, stofujóla hjá yngsta- og miðstigi og sérstaklega skemmtilegs og vel heppnaðs jólaleikrits 6. bekkjar, þar sem nemendur sýndu mikinn metnað, leikgleði og samvinnu 👏🎭

Skólinn var einnig prýddur fallega skreyttum jólahurðum og unglingastigið hélt körfuboltamót sitt – Óttarsmótið, til minningar um Óttar, húsvörð skólans ❤️🏀

Allt þetta hefur skapað hlýja samveru og sterka skólamenningu á þessum fallega tíma árs.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári 🎅🎄

Fjölgreindaleikar 2025

Dagana 6. og 7. nóvember fóru Fjölgreindaleikar Salaskóla fram og var mikið líf og fjör í skólanum þessa daga. Enn og aftur sannast það hvað þessir leikar eru skemmtilegir og gefandi og á svona dögum sjáum við nemendur okkar blómstra á svo fjölbreyttan hátt. Nemendur vinna verkefni í aldursblönduðum hópum, vinna sameiginlega að þrautalausnum og leysa viðfangsefni sem reyna á mismunandi hæfni og færni. Á hverri stöð voru starfsfólks skólans í gervi alls kyns furðuvera og fólks sem vissulega jók við skemmtanagildið þessa daga.

Eldri nemendur leiða þá yngri áfram, taka ábyrgð í hópastarfi og leggja sig fram um að vera góðar fyrirmyndir. Nemendur mynda ný vinatengsl og kynnast nýjum hliðum á félögum sínum. Hér gildir svo sannarlega vinátta- virðing og samstarf sem eru jú einkunnarorðin okkar í Salaskóla.

📷Myndirnar tóku Viktor Óli í 5.bekk og Jökull Gauti í 7.bekk

Skólamót Kópavogs í skák

Salaskóli sendi tvö lið í Skólamót Kópavogs í flokki 5. – 7. bekk í skák. A-lið bar sigur úr býtum á mótinu, vann allar sínar skákir fyrir utan tvær.

Þeir sem skipuðu A-sveitina eru: 1. borð: Reynir, 2. borð: Krummi, 3, borð: Heiðar og 4. borð: Guðjón.
B – liðið stóð sig einnig mjög vel.

Við óskum þessum flottu drengjum innilega til hamingju !

Styrkur til Downs félagsins

Í dag 29. september afhendu nemendur Salaskóla Félagi áhugsafólks um Downs heilkenni styrk að upphæð 313.000 kr.

Styrkurinn er afrakstur söfnunar sem nemendur stóðu fyrir þann 19. september 2025. Þann dag tók allur skólinn þátt í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ, en sá hlaupaviðburður er einnig „Góðgerðahlaup Salaskóla“. Foreldrar, nágrannar skólans í Salahverfi og aðrir velunnarar skólans styrktu nemendur til að hlaupa til góðs. Margir styrktu nemendur um 500 kr. sem er ein króna fyrir hvern nemanda skólans, aðrir völdu styrkupphæð að eigin vali.

Downsfélagið stendur samfélagi okkar nærri enda hafa bæði nemendur skólans og aðstandendur þeirra nýtt þann stuðning og félagsskap sem félagið býður fjölskyldum barna með Downs heilkenni.

Gulur september

Á morgun, miðvikudaginn 10. september, er alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og vitundarvakningar um geðrækt.
Af því tilefni ætlum við í Salaskóla að halda GULAN dag til að sýna samstöðu í gulum september – mánuði vitundarvakningar um geðheilbrigði, líðan og sjálfsvígsforvarnir.

Þetta mikilvæga málefni snertir skólasamfélagið okkar og minnir okkur á að standa saman, sýna hvert öðru stuðning, skilning og hlýju.
Gildi Salaskóla eiga hér vel við: Vinátta – Virðing – Samstarf.

Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að klæðast gulu eða bera eitthvað gult á morgun – allir geta tekið þátt og skapa með því hlýja, jákvæða og glaða stemningu, #gulurseptember.