IMG 0428

Brunaæfing í dag

IMG 0428Brunabjalla skólans glumdi um  kl. 9. í morgun og allt benti til þess að væri eldur. En allir vissu að um brunaæfingu var að ræða sem nauðsynlegt er að hafa öðru hverju. Þegar slíkt er æft er farið eftir ákveðnu skipulagi og allir safnast saman úti á sparkvelli með tilheyrandi nafnakalli. Æfingin gekk óvanalega vel og tók afar stuttan tíma að rýma skólann. Nú verður farið yfir hvernig æfingin gekk og skoðað hvort eitthvað má betur fara. Aftur er stefnt að brunaæfingu næsta haust. 

Birt í flokknum Fréttir.