Fyrstubekkingar hafa að undanförnu verið að æfa sig að leika á leiksviði. Teknar voru sögurnar af Gípu og Búkollu og færðar í leikbúning með viðeigandi búningum og heimagerðum leiktjöldum og leikmunum. Markmiðið er að allir nemendur hafi hlutverki að gegna í leikritunum og komist á svið. Krakkarnir stóðu sig með mestu prýði á æfingunum og sýndu síðan leikritin fyrir fullu húsi foreldra í morgun sem klöppuðu þeim lof í lófa og skemmtu sér vel. Flott hjá ykkur krakkar í 1. bekk.
Allir á svið
Birt í flokknum Fréttir.