Allir nemendur Salaskóla lögðu við hlustir í morgun þegar ný íslensk smásaga var flutt á Rás 1. Alþjóðasamtökin IBBY (The International Board on Books for Young People) fagna degi barnabókarinnar í dag en markmið þeirra samtaka er að vekja athygli á sameiningarmættinum sem býr í barnabókmenntum. Í tilefni dagsins var ný saga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, barnabókahöfund, lesin upp í útvarpinu. Sagan á að höfða til allra aldurshópa en hún segir af systkinunum Hörpu og Val sem lenda í ýmsum ævintýrum á leiðinni í skólann. Eftir sögulesturinn spunnust góðar umræður í bekkjunum um efni sögunnar.