Á öskudag verður skóladagurinn dálítið öðruvísi en venjulega. Það verður nefnilega öskudagsgleði í skólanum og dagskráin fjörug og fjölbreytt. Allir mega koma í búningum og þess vegna þarf ekki að mæta fyrr en kl. 9:00, en skólinn opnar samt á venjulegum tíma og allir eru velkomnir strax þá. Svo er ýmiskonar dagskrá, leikir, söngur, dans og gleði til kl. 11:30 – þá er pylsuveisla og allir fá pylsur – allir. Skólinn er svo búinn kl. 12:00, en dægradvölin er opin eins og venjulega. Með þessu erum við að koma til móts ólík sjónarmið varðandi öskudag, þ.e. að vera með öðruvísi skóladag og þeir sem vilja geta svo farið og sungið fyrir nammi eftir að skóla lýkur.