Föstudaginn 21. janúar eru foreldraviðtöl í skólanum. Þá koma nemendur ásamt foreldrum sínum og funda með umsjónarkennara. Farið er yfir námsmat haustannarinnar og lagt á ráðin um vorönnina. Kennarar hafa sent út tíma vegna viðtalanna. Aðrir kennarar eru einnig til viðtals þennan dag. Dægradvölin er opin frá kl. 8:00.