islandsmeistarar.png

Íslandsmeistarar á Norðurlandamóti

Íslandsmeistaralið Salaskóla mun keppa á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fer fram nú um helgina. Keppt verður á Tranum strand sem er bær norðarlega á Jótlandi.

Sigursveit Salaskóla, Íslandsmeistara grunnskóla frá vormisseri 2010: 
1.       Páll Snædal Andrason
2.       Eiríkur Örn Brynjarsson
3.       Guðmundur Kristinn Lee
4.       Birkir Karl Sigurðsson
5.       Ómar Yamak (varamaður)

Sigurlið Salaskóla myndar því landslið íslands í sveitakeppni og mun keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu sem verður í haust en það verður haldið í Danmörku á Tranum strand á Jótlandi dagana 9. til 13. september 2010.
Liðsstjóri í ferðinni verður Tómas Rasmus, kennari. Þess má geta að Salaskóli sigraði þessa keppni með yfirburðum í fyrra og fer nú út til að verja heiður Íslands.

islandsmeistarar.png
Á myndinni: Páll, Eiríkur, Guðmundur, Tómas, Birkir og Gulla

Birt í flokknum Fréttir.