Í Salaskóla hefur verið hefð að vera með Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Barnahópur klæðist í hvíta kirtla og gengur syngjandi með kertaljós um ganga skólans. Stundum hafa um 80 börn tekið þátt. Í aðalhlutverki hafa þá verið 4. bekkingar og Lúsían hefur verið valin úr 7. bekk. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi.
Í ljósi aðstæðna breyttum við hefðinni (annað árið í röð) og 4. bekkur sá alfarið um sönginn, búningana og kertin. Við ákváðum að breyta aðeins hátíðinni í ár og bæta við fleiri söngatriðum inn fyrst við vorum nú að hafa fyrir því að stilla öllum tækjum og tólum upp.
Þessa fallegu jólastund sáu 10.bekkur um í þemavinnu.Þau sáu um allt skipulag, upptökur, skreytingar, að finna skemmtiatriði og að lokum streyma inn í allar stofur skólans. Úr varð þessi fallega og friðsæla stund í morgunsárið. Stöð tvö þarf að fara vara sig.
Hér má sjá myndbandið : https://www.youtube.com/watch?v=TzxxnI33vpE
Og nokkrar myndir frá hátíðinni