Í sumar verða félagsmiðstöðvar Kópavogs með opnanir fyrir unglinga sem voru að klára 7.-10.bekk. Er það í annað sinn sem við verðum með sumaropnanir en í fyrra gáfust þær mjög vel. Sumaropnun félagsmiðstöðva verður frá 7.júní til 9.júlí. Dagskráin verður gerð í samvinnu við unglinga og starfsfólk. Við munum halda úti dagopnunum, kvöldopnunum og sértæku hópastarfi í samstarfi við Vinnuskóla Kópavogsbæjar. Öll nánari dagskrá verður auglýst á instagram síðu okkar (felagsmidstodinfonix) og einnig verður hún send út í tölvupósti.
Einnig verða sumarsmiðjur fyrir þau sem voru að klára 4.-7.bekk í félagsmiðstöðvum Kópavogs og má skrá sig í þær óháð búsetu, upplýsingar og skráning eru á http://sumar.kopavogur.is/
Flakkandi félagsmiðstöð er svo nýsköpunarverkefni sem unnið er í tengslum við styrk frá Félagsmálaráðuneytinu og fer fram dagana 19.júlí-4.ágúst. Nánari upplýsingar um dagskrá Flakkandi félagsmiðstöðvar verður send út síðar.