Sunnudaginn 21. mars nk er alþjóðlegi Downs dagurinn. Markmiði dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03.
Við í Salaskóla erum stolt af því að í skólanum eru nokkrir nemendur með Downs-heilkenni og við ætlum að halda upp á daginn núna á föstudaginn þ.e. 19. mars. Við mælumst til þess að bæði nemendur og starfsfólk mæti í mislitum sokkum þann dag og fögnum fjölbreytileikanum á táknrænan hátt.