Þessa dagana er mikið rætt um kynjamun í skólastarfi og að strákar standi sig verr en stelpur t.d. í lestri. Við höfum verið að skoða hvernig staðan er hér í Salaskóla og ef niðurstaða lesfimiprófa Menntamálastofnunar í 1. – 4. bekk frá því í maí 2020 kemur í ljós að munur milli kynjanna er varla greinanlegur. Leshraði stráka og stelpna í 1. og 2. er hnífjafn, í 3. bekk lesa stelpur 4 orðum meira á mínútu en strákar og í 4. bekk lesa þær 12 orðum meira en strákar.
Þess má einnig geta að allir þessir árgangar í Salaskóla voru yfir landsmeðaltali og þrír þeirra yfir viðmiðum Menntamálastofnunar. Þetta er býsna góður árangur.
Lesfimiprófin mæla aðeins lestrarhraða en ekki lesskilning. Þau eru því fyrst og fremst mælikvarði á hvernig tökum nemendur hafa náð á lestrartækninni.
Þessar niðurstöður bera byrjendakennslunni í lestri í skólanum sannarlega gott vitni.