Meistaramót Salaskóla í skák 2020 fer fram fimmtudaginn 21.maí (uppstigningardagur) í Stúkunni við Kópavogsvöll. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími verður 8+2 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Taflið hefst kl. 17.30 og ætti að vera lokið um kl. 20.Veitt verða verðlaun fyrir þrjá efstu einstaklinga í 1-4 bekk,5-7 bekk og 8-10 bekk sem og í öllum skólanum.
Þeir einstaklingar sem standa sig best á mótinu hljóta rétt til þátttöku á Íslandsmóti barna- og grunnskólasveita sem fer fram helgina 23-24 maí og keppa þar fyrir hönd skólans um að komast á Norðurlandamót barnaskólasveita sem fyrirhugað er að fari fram í Danmörku í október nk. Skráning og nánari upplýsingar um skólamótið: https://docs.google.com/forms/d/10Bs-EKp26aSwrFFx-dZ90LENfqGGBjMG03L4YHh8BgA/edit
Vegna þess hve skólastarf hefur orðið fyrir miklum truflunum undanfarnar vikur er mótið sett á skólafrídag og foreldrar þurfa því að sjá um að koma börnunum á mótið og svo heim aftur.