7. bekkur í samstarfi við jafnaldra í Japan

Krakkarnir í 7. bekk eru með samstarfsverkefni við jafnaldra sína í japönsku skóla. Þetta er hluti af alþjóðlegu samstarfi Salaskóla sem UNESCO skóla. Þau hafa átt í ýmsum samskiptum, hist á „skype“- fundum og skipst  á ýmsum upplýsingum.

Þau gerðu svo þetta listaverk í samstarfi við japönsku krakkana. Japönsku krakkarnir máluðu einn helminginn og við hinn og sendum svo út til Japans. Þetta verður sýnt á Ólympíuleikunum í ár. Glæsilegt hjá þeim!

 

Birt í flokknum Fréttir.