Bebras (Bifur) – áskorunin – rökhugsun & tölvufærni

Nemendur í 5.-10.bekk í Salaskóla stefna á að taka þátt í Bebras-áskoruninni að þessu sinni en Bebras tölvuáskorunin 2019 fer fram í vikunni 11.-15. nóvember 2019. Áskorunin er alþjóðlegt verkefni og er henni ætlað að kynna  hugmyndafræði og grunnhugsun forritunar (e. computational thinking) fyrir nemendum með því að fá þá til að leysa krefjandi og skemmtileg verkefni. 

Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er heitið á dýrinu bifur á litháísku. Bebras er ætlað að vekja áhuga nemenda á því að kynnast upplýsingatækni. Valentina ákvað að nýta bifur sem ímynd áskoruninnar vegna þess dugnaðar og fullkomnunaráráttu sem þeir virðast hafa. Bifrar eru duglegir, vinnusamir og gáfaðir; og þeir vinna stöðugt í stíflunum sínum, bæði til að gera þær betri og stærri. Fyrsta Bebras áskorunin var í Litháen árið 2004 en áskorunin hefur stækkað gríðarlega á stuttum tíma og er hún ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni. 

 

Birt í flokknum Fréttir.