toppur_web.jpg

Frábær árangur í skólaskákmeistaramóti

toppur_web.jpgFimmtudaginn 2. apríl var Skólaskákmeistaramót Kópavogs 2009 haldið í Hjallaskóla. Keppendur voru 38 í yngri flokki og 8 í eldri flokki.

Tefldar voru 7 umferðir í eldri flokki, allir við alla 2x 15 mín á skák. Salaskóli var í algerum sérflokki þar því allir 5 keppendurnir sem við máttum senda lentu í 5 efstu sætunum eins og hér kemur fram:

1. Patrekur Maron Magnússon

2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

3. Páll Andrason

4.-5. Eiríkur Örn Brynjarsson

4.-5. Guðmundur Kristinn Lee

Patrekur og Jóhanna voru hér jöfn efst og að loknu einvígi þeirra á milli hafði Patrekur sigur. Patrekur Maron sitjandi Íslandsmeistari frá því í fyrra varð því Kópavogsmeistari 2009. Þau keppa síðan sem fulltrúar Kópavogs á kjördæmismóti Reykjanes þann 4. apríl 2009. Myndir

Nemendur Salaskóla stóðu sig einnig afar vel í yngri flokki. Tefldar voru 9 umferðir með Monrad kerfi, 2×12 mín á skák. Þannig röðuð þau sér:

1. Birkir Karl Sigurðsson

2. Arnar Snæland

4.-8. Sindri Sigurður Jónsson

9.-10. Eyþór Trausti Jóhannsson

9.-10. Hildur Berglind Jóhannsdóttir

Við óskum skákfólkinu okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.   

Birt í flokknum Fréttir og merkt .