lestin.jpg

Vinnusamir nemendur í 1. bekk

lestin.jpg

Föstudaginn 6. febrúar voru 1. bekkingar búnir að vera 100 daga í skólanum. Þá var haldin hátíð og unnið með töluna 100 á mismunandi hátt. Kórónur útbúnar með 100 á, talið 10 sinnum upp í tíu með mismunandi góðgæti og fleira. Í myndasafni eru myndir frá hundraðdagahátíðinni.

Á miðvikudögum eru Maríuerlur og Steindeplar í samstarfi. Þeir tímar eru kallaðir lestin. Þá er bekkjunum blandað saman og síðan skipt  í þrjá hópa. Þá koma fleiri kennarar að hópunum. Unnið er að verklegum viðfangsefnum sem tengjast stærðfræðinni svo sem talnalínu, tugum og einingum. Útikennslan verður svo tengd við þau viðfangsefni sem tekin eru fyrir. Hóparnir eru: rauði hópurinn, blái hópurinn og guli hópurinn eins og litirnir á lestinni. Þau fara í einn hring og prófa öll viðfangsefni. Ánægjan leynir sér ekki á myndum sem smellt var af nemendum á dögunum.

Birt í flokknum Fréttir.