Í vikunni sem er að líða hafa hátt í hundrað foreldrar 7. bekkinga og 10. bekkinga drukkið morgunkaffi með skólastjórnendum, rætt málin og heilsað upp á börn sín inni í bekk. Umræður hafa verið góðar og margt borið á góma.
Nú er komið að foreldrum 1. bekkinga. Foreldrar maríuerla eru boðnir þriðjudaginn 14. október og foreldrar steindepla miðvikudaginn 15. október. Mæting er á kennarastofunni kl. 8:10 og við endum inni í bekk. Allt búið kl. 9:00
Hvetjum bæði pabba og mömmur til að mæta. Þetta er gott tækifæri til að ræða við skólastjórnendur, kynnast foreldrum hinna barnanna og að sjá skólastarfið undir eðlilegum kringumstæðum.