Það hefur reynst þrautinni þyngri að fá nægan mannskap til að vinna í skólanum og nú þegar örfáir dagar eru til skólabyrjunar hefur okkur tekist að fá alla umsjónarkennara en enn vantar fólk t.d. þroskaþjálfa, kennslu, starfsfólk í dægradvöl og svo vantar kokk í mötuneytið. Við höfum verið að vinna í þessum málum í allt sumar og vonum auðvitað það besta. En þetta hefur áhrif þar til tekist hefur að ráða það fólk sem þarf. Við þurfum að skera niður einhverja kennslu, draga úr þjónustu dægradvalar og hádegismaturinn mun koma frá Skólamat þar til við fáum matreiðslumann í eldhúsið. Við munum halda ykkur upplýstum eftir því sem málin þróast.