Háskóli unga fólksins

Vekjum athygli á Háskóla unga fólksins. Lesið meira með því að smella á "Lesa meira"

Háskóli unga fólksins undraveröld þekkingarinnar

Um miðjan júní tekur Háskóli Íslands á sig ferskan blæ þegar kennsla hefst í Háskóla unga fólksins. Nemendur verða börn og unglingar fædd 1992-96. Allir sem fæddir eru á þessu árabili geta skráð sig í skólann. Skólahaldið mun standa dagana 9. til 13. júní  og í boði verða mörg stutt en hnitmiðuð námskeið úr ýmsum deildum og skorum Háskóla Íslands.

Gert er ráð fyrir um 250 nemendum í skólanum og er þeim skipt í tvo hópa; f: 1992-93 og 1994-96. Hver nemandi velur sex námskeið og einn þemadag og setur þannig saman sína eigin stundatöflu. Á síðasta degi Háskóla unga fólksins er haldin brautskráningarhátíð.

Skráning nemenda í Háskóla unga fólksins hefst 15. maí og fer fram á vef Háskóla unga fólksins, www.ung.is <http://www.ung.is/> . Skráningargjald er 15 þúsund krónur og innifalið í því eru námskeið, kennslugögn og léttur hádegisverður alla skóladagana. Allar nánari upplýsingar um Háskóla unga fólksins má fá á www.ung.is <http://www.ung.is/> .

Verkefnisstjóri Háskóla unga fólksins 2008 er Svanhildur Kr. Sverrisdóttir.

Háskóli unga fólksins
Aðalbygging Háskóla Íslands, Sæmundargötu  6
101 Reykjavík
http://www.ung.is

Birt í flokknum Fréttir.