Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor verður með fræðslufund fyrir foreldra í Kópavogi fimmtudagskvöldið 28. febrúar í Smáraskóla, milli klukkan 20:00 – 21:30. Með henni verða þær Hrund Þórarinsdóttir og Ragný Þóra Guðjohnsen, sem báðar starfa á rannsóknarsetri Sigrúnar og hafa mikinn áhuga á og víðtæka reynslu af starfi með foreldrum. Þær munu fjalla um vænlegar leiðir foreldra til að hlúa að þroska barna og unglinga og hvernig vinna megi með ágreiningsmál. Til grundvallar verður nýútkomin bók Sigrúnar „Virðing og umhyggja –Ákall 21. aldar“ en bókin byggir á rannsóknum hennar síðastliðin 20 ár á sviði uppeldis og menntunar.