Þriðjudaginn 25. mars verður skíðaferð 5. – 7. bekkja og fimmtudaginn 27. mars fer 8. – 10. bekkur í Bláfjöll á skíði. Nemendur eiga að mæta kl. 8:30 í skólann og við munum leggja á stað klukkan 9:00. Það verður skíðað til kl. 14:40 og lagt af stað heim kl. 15:00. Þetta er ekki aðeins skíðaferð, nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti geta komið með sleða og snjóþotur. Allir sem fara á skíði þurfa að vera með hjálm – reiðhjólahjálmar duga alveg.
Auður verður með skíðakennslu fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref eða eru óöryggir.
Þeir sem ekki eiga skíði og geta ekki fengið lánað hjá ættingjum geta leigt skíði í Bláfjöllum. Leigan kostar 2 þús. kr. fyrir daginn og er sama gjald fyrir skíði og bretti.
Annar kostnaður er lyftugjald sem er 600 kr. fyrir daginn.
Skólinn skaffar þeim sem eru í hádegismat í skólanum nesti í hádeginu en þau þurfa að koma með annað nesti sjálf.
Svo er bara að koma vel klædd og tilbúin fyrir hressandi og skemmtilega útiveru.