Áhuginn og einbeitnin skein út úr andlitum fyrstubekkinganna okkar, glókollanna, er þeir fengu í hendurnar spjaldtölvur (ipada) í síðustu tveimur kennslustundunum í gær. Tveir og tveir unnu saman og þeir gátu valið um nokkur verkefni í spjaldtölvunni t.d. að búa til lítið tónverk, „sulla“ í litríku vatni, búa til listaverk og raða saman pinnum eftir fyrirmynd. Allir kepptust við að vinna í verkefnunum sínum og samvinnan hefur sjaldan verið betri. Þetta er hluti af þróunarverkefni sem Salaskóli tekur þátt í á þessu skólaári en markmið þess er m.a. að auk aðgengi allra nemenda skólans að upplýsingatækni og þróa notkun spjaldtölva í öllu námi þeirra. Bæði kennarar og nemendur sýna verkefninu mikinn áhuga og margt er á döfinni í þessum efnum. Sjá myndir frá ipad-stund hjá glókollum og sólskríkjum.