Innritun 6 ára barna og þeirra sem skipta um skóla

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2006) fer fram í Salaskóla mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. mars. Innritað er á skrifstofu skólans frá kl. 9:00 – 14:00. Við viljum helst að foreldrar komi í skólann með börn sín til að innrita. Vorskóli fyrir börnin verður í byrjun maí.

Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum. Haustið 2012 munu skólar hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 22. ágúst. Sérstök athygli er vakin á því að um­sóknar­frestur um heimild til að stunda nám í einka­skólum eða grunn­skólum annarra sveit­ar­f­é­l­aga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast grunnskóladeild menntasviðs rafrænt á eyðublaði sem er á heimasíðunni www.kopavogur.is. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .