Gerur_Kristn_007

Gerður Kristný las fyrir nemendur

Gerur_Kristn_007
Í rökkrinu er svo gott að kveikja á kertum, halla sér aftur í sætinu, lygna augunum aftur og hlusta á góða sögu eða sögubút. Það gerðu einmitt krakkarnir í 1. – 5. bekk í morgun þegar Gerður Kristný, rithöfundur, kom í heimsókn og las upp úr bókunum sínum fyrir þau. Gerður kom víða við, hún sagði þeim frá æsku sinni, spáði í ævintýrin, fræddi þau um bækurnar sína og las upp úr þeim einni af annarri. Hún endaði á þeirri síðustu sem ber heitið Forsetinn, prinsessan og höllin sem svaf. Gerður brá upp teikningum úr bókunum sínum á meðan hún las sem voru býsna líflegar. Heimsóknir sem þesssar eru afar kærkomnar og brjóta upp dagana hjá nemendum sem kennurum.   

Birt í flokknum Fréttir.