Krakkarnir í 6. bekk gerðu sér glaðan dag í morgun og komu með kökur í skólann sem fóru á sameiginlegt hlaðborð þeirra inni í skólastofunni. Þeir sem áttu leið framhjá duttu í lukkupottinn því þeir fengu að gæða sér á öllum kræsingunum. Krakkarnir voru að fagna góðu starfi undanfarnar vikur og væntanlegu vetrarfríi. Vetrarfrí er í Salaskóla mánudag og þriðjudag, 25. -26. október en kennsla hefst aftur miðvikudaginn 26. október skv. stundaskrá.

Vetrarfrí
Birt í flokknum Fréttir.